Skorið úr um skatta af rafmynt

AFP

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns sem krafðist þess m.a. í kæru til nefndarinnar að felldur yrði úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra um að greiðslur sem maðurinn fékk fyrir sölu rafmyntarinnar bitcoin væru skattskyldar tekjur. Ríkisskattstjóri taldi að maðurinn hefði vantalið tekjur sínar vegna sölu á rafmyntinni á árinu 2016 í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Maðurinn hélt því hins vegar fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri á árunum 2009 og 2010 með því að leysa stærðfræðiþraut í tómstundum sínum og á þeim tíma hefði verðgildi rafmyntarinnar ekkert verið. Fram kemur í greinargerð yfirskattanefndar að maðurinn fékk rúmar 27 milljónir kr. fyrir sölu á rafmyntinni á árinu 2016.

Fram kemur að skattrannsóknarstjóri vísaði m.a. til þess að notagildi rafmyntarinnar væri takmarkað og að öflun hennar mætti að einhverju leyti líkja við öflun gullstanga, sem benti til þess að rafmyntarinnar hefði verið aflað í hagnaðarskyni.

„Í úrskurði yfirskattanefndar kom m.a. fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum,“ segir í samantekt yfirskattanefndar.

Líta beri á tekjur af sölu bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár. Rafmyntin hafi gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvert verðgildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK