IKEA vill fá allt á einn stað

Verslun IKEA er í dag um 22 þúsund fermetrar að …
Verslun IKEA er í dag um 22 þúsund fermetrar að flatarmáli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ikea hefur sótt um heimild til stækkunar lóðar verslunarinnar til vesturs ásamt stækkun byggingarreits.

Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að umsóknin sé nú í ferli hjá bænum, en ekki liggi fyrir endanlegt samþykki. Né heldur liggur fyrir hvenær farið verði í framkvæmdir.

„Ef af verður þá er hér um að ræða stækkun á vöruhúsi okkar. Í dag erum við með lager á þremur stöðum, í húsnæði okkar að Kauptúni 4, í Kauptúni 3 og í Suðurhrauni 10. Við viljum með þessari breytingu sameina alla starfsemina á einn stað. Það er mjög óhagstætt fyrir reksturinn að hafa starfsemina á mörgum stöðum og skapar einnig óhagræði fyrir viðskiptavini.“

Spurður hvort rætt hafi verið að stækka verslunina sjálfa segir Stefán að það hafi ekki verið skoðað beint, en innanhússbreytingar séu skoðaðar reglulega.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK