Íslenskt hugvit í nýjum bandarískum banka

Starfsmenn Memento.
Starfsmenn Memento. Ljósmynd/Aðsend

Ný bandarísk bankaþjónusta, Marygold&Co, sem er í eigu sjóðsins Cocierge Technologies, nýtir sér hugvit íslenska fjártæknifyrirtækisins Memento.

Fram kemur í tilkynningu að sjóðurinn hafi leitað lausna til að opna stafræna bankaþjónustu á einfaldan hátt og á skömmum tíma. Tæknilausn Memento auðveldi fyrirtækjum að setja upp app fyrir bankaþjónustu á örfáum dögum en slíkt ferli hafi áður tekið allt á annað ár.

„Við ætlum að lækka þröskuldinn við að setja upp nýja bankaþjónustu með sambærilegum hætti og Shopify auðveldaði uppsetningu á nýjum netverslunum. Í dag getum við boðið fyrirtækjum heildstætt bankaapp tengt útgefnu greiðslukorti undir sínu vörumerki þar sem uppsetning tekur einungis um sólarhring. Með okkar tækni fá fyrirtæki allan grunn sem þarf til gefa út bankaapp í einu kerfi og geta einbeitt sér að sambandi sínu við viðskiptavininn“, segir Arnar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri Memento, í tilkynningunni

Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Jóni Dal Kristbjörnssyni, Arnari Jónssyni og Gunnari Helga Gunnsteinssyni. Þar starfa tíu manns og um hálfur milljarður hefur nú þegar verið settur í innviðafjárfestingu Memento síðan 2017.

Þjónusta bandaríska bankans Marygold&Co er að öllu leyti stafræn og bankinn heldur ekki úti neinum útibúum heldur tekur á móti viðskiptavinum um öll Bandaríkin í gegnum appið sitt.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK