Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu 30. desember sl. var bú Knoll og Tott ehf. tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 15. desember 2021.

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 10. janúar 2022 var málið endurupptekið og réttaráhrif úrskurðar um töku bús Knoll og Tott ehf. til gjaldþrotaskipta felld niður.

Knoll og Tott ehf. var stofnað árið 2017. Tilgangur félagsins er húsasmíði og önnur verktakastarfsemi, eignarhald og útleiga fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur.