Nær tvöfölduðu nýskráningar milli ára

Pétur Kristján Þorgrímsson er forstjóri ÍSBAND sem m.a. selur Jeep.
Pétur Kristján Þorgrímsson er forstjóri ÍSBAND sem m.a. selur Jeep. Kristinn Magnússon

Íslensk-Bandaríska (ÍSBAND) nýskráði 426 fólks- og vinnubíla á árinu 2021 og jafngildir það nærri tvöföldun frá fyrra ári þegar skráningarnar voru 239 talsins. Þetta staðfestir Pétur Kristján Þorgrímsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið. Mikil rafvæðing hefur átt sér stað í sölunni hjá fyrirtækinu.

„Fiat 500 bíllinn kemur bara í hreinu rafmagni og allir jepparnir sem við erum að flytja inn frá Jeep eru tengil-tvinn,“ segir Pétur.

Nokkra athygli vekur þegar tölur yfir nýskráningar bíla eru skoðaðar fyrstu tvær vikur þessa árs að þar eru 54 Jeep-bifreiðar á skrá og aðeins Toyota með fleiri skráningar eða 65.

„Þetta hefur verið að koma í stórum slumpum hjá okkur vegna íhlutaskorts. Það kom stór sending fyrir áramót sem var verið að skrá inn núna.“

Pétur segir að margt hafi ráðið því að skráningin komi til í upphafi nýs árs.

„Það er séríslenskt fyrirbæri að fólk sem er að kaupa bílana mjög seint á árinu vill bíða með skráningu fram yfir áramót til að fá skoðunarmiða nýs árs. Einnig voru margir viðskiptavinir erlendis milli jóla og nýárs og þá hentaði þetta.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK