Er ástandið orðið eðlilegt?

Fjölgun áskrifenda var ekki í takt við væntingar markaðsgreininga.
Fjölgun áskrifenda var ekki í takt við væntingar markaðsgreininga. AFP

Bandarísku hlutabréfavísitölurnar lækkuðu skarplega í síðustu viku og bendir þróunin frá áramótum til þess að markaðurinn sé að leiðrétta sig eftir langvarandi hækkunartímabil undanfarin misseri.

Mælt frá áramótum hefur Dow Jones-vísitalan veikst um 6,34%, og mældist 34.265 stig við lokun markaða á föstudag. S&P 500 hefur veikst um 8,31% á sama tímabili og mælist 4.397 stig þegar þetta er skrifað, en Nasdaq-vísitalan hefur lækkað enn meira, eða um 13,04% og stendur í 13.769 stigum.

Meðal þeirra fyrirtækja sem fóru verst út úr vikunni var streymisveitan Netflix sem lækkaði um rösklega 24% á föstudag þegar upplýst var að á síðasta ársfjórðungi fjölgaði áskrifendum minna en reiknað hafði verið með. Dugði það ekki til að hughreysta fjárfesta að heildarfjöldi áskrifenda og tekjur fóru fram úr spám markaðsgreinenda. Verðlækkun hlutabréfa Netflix smitaði út frá sér til Disney sem lækkaði um 9,45% í liðinni viku, og til Apple sem missti 5,44% enda túlka fjárfestar fréttirnar af áskrifendatölum Netflix þannig að samkeppnin á sjónvarpsstreymismarkaði fari harðnandi. Þá má leiða líkum að því, nú þegar virðist sjá fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum, að fólk muni verja minni tíma heima fyrir og þar með hafa minni áhuga á að borga fyrir aðgang að streymisveitu. Var Netflix einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem nutu góðs af breyttu neyslu- og hegðunarmynstri í faraldrinum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK