Nýtt móðurfélag nefnist Travel Connect

Nordic Visitor keypti Iceland Travel af Icelandair.
Nordic Visitor keypti Iceland Travel af Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Travel Connect er nafnið á nýju móðurfélagi sem var myndað eftir samruna ferðaþjónustufyrirtækjanna Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova.

Nordic Visitor keypti nýverið félagið Iceland Travel af Icelandair og hafði áður fest kaup á Terra Nova. Einnig eru Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri og rekstur Iceland Tours og Nine Worlds í eigu nýs, sameinaðs félags, að því er kemur fram í tilkynningu.

Nordic Visitor er auk þess með starfsemi í Svíþjóð og Skotlandi en hátt í 200 manns starfa hjá sameinuðu félagi.

Ásberg Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Visitor, mun gegna starfi framkvæmdastjóra Travel Connect.

Við breytingarnar tekur Sigfús Steingrímsson við starfi framkvæmdastjóra Nordic Visitor en hann leiddi áður bókunar- og þróunardeild fyrirtækisins.

„Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík en með samrunanum viljum við efla faglegan grunn þjónustunnar og styrkja okkar samkeppnishæfni gagnvart sambærilegum erlendum fyrirtækjum. Ég hef trú á því að ferðaþjónusta á Íslandi muni fljótt ná fyrri styrk og að öflugt samstarf fyrirtækjanna styðji við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect, í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK