Óánægja með nýtt útlit sælgætisfígúru

Bandaríski sælgætisrisinn Mars olli töluverðu fjaðrafoki í lok síðustu viku þegar tilkynnt var um breytt útlit á fígúrunum skemmtilegu sem notaðar hafa verið við markaðssetningu á M&M-súkkulaðinu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sælgætisfígúrurnar myndu fá „nútímalega yfirhalningu“ og „persónuleika með meiri dýpt“ í takt við „alþjóðleg markmið [Mars] um að skapa heim þar sem allir geta fundið sér samastað og samfélagið tekur öllum opnum örmum“.

Sú fígura sem tekur hvað mestum breytingum er græni M&M-súkkulaðimolinn sem hingað til hefur verið gæddur miklum kvenlegum þokka, klæðst háum hælastígvélum og oft verið stillt upp í ögrandi stellingum í auglýsingaefni fyrirtækisins. Virðist Mars vilja draga úr kynþokkanum og hefur t.d. skipt hælastígvélunum út fyrir flatbotna strigaskó. Eins ákvað fyrirtækið að binda enda á langvarandi fjandskap græna og brúna súkkulaðimolans, sem báðir eru kvenfígúrur, með það fyrir augum að hampa samstöðu kvenna.

Vakti uppátækið litla hrifningu hjá netverjum sem sumir bentu á að það gerði réttindabaráttu kvenna lítið gagn að sælgætisfígúrur hefðu gengið í raðir femínista. Meira að segja mannréttindaeftirlitsstofnun SÞ gagnrýndi Mars harðlega fyrir að reyna að gera samfélag sælgætisfígúranna opnara en vera á sama tíma einn stærsti styrktaraðili vetrarólympíuleikanna í Kína þar sem mannréttindabrot eru daglegt brauð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK