Gera ráð fyrir 1,2 milljónum ferðamanna

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Unnur Karen

Greining Íslandsbanka telur að hingað til lands muni koma 1,1 til 1,2 milljónir erlendra ferðamanna á þessu ári. Er það nokkru minni fjöldi en samkvæmt bjartsýnni spá bankans sem gefin var út í september síðastliðnum. Þá stóðu væntingar til þess að hingað myndu 1,5 milljónir leggja leið sína á árinu 2022. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá bankans sem birt er í dag.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir jákvæð teikn í kortunum þrátt fyrir þetta. Helsta breytan sem valdi þessari lækkun sé að þungt sé yfir ferðaþjónustunni á fyrsta ársfjórðungi en í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir að 80-100 þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þeim tíma. Sú spá sé ekki að ganga eftir.

„Það hefur verið mikið um afbókanir og íþyngjandi reglur í Bretlandi hafa dregið úr komu breskra ferðamanna, sem hafa verið mikilvægir, ekki síst í helgarferðum hingað til lands,“ segir Jón Bjarki. Hann bendir aftur á móti á að ferðaþjónustuaðilar finni fyrir miklum ferðavilja og bókunarstaðan inn á sumarið og haustið líti mjög vel út.

Gangi spáin eftir verður fjöldi ferðamanna hér á yfirstandandi ári svipaður og árið 2015. Á næsta ári telur bankinn að fjöldinn muni aukast og verða 1,5 milljónir en að árið 2024 sé von á 1,7 milljónum ferðamanna. Þegar mest lét, árið 2018, voru þeir 2,3 milljónir.

Hagvöxtur 4,7% í ár

  • Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að hagvöxtur muni aukast um 4,7% í ár en svo dragi úr honum á komandi árum. Hann verði 3,2% árið 2023 og 2,6% árið 2024. Helsti drifkraftur útflutningsvaxtar verði ferðaþjónustan og viðskiptaafgangur verði 1,8% af landsframleiðslu í ár. Hann muni hins vegar aukast á komandi árum og verða yfir 3% 2023 og 2024.
  • Bankinn gerir ráð fyrir að verðbólga muni hjaðna á árinu en verði yfir 4% þolmörkum Seðlabankans stærstan hluta ársins. Vaxtahækkanaferlið muni halda áfram og vextirnir verði komnir í 3,25% í árslok 2022. Hins vegar hægi á ferlinu eftir það og þeir verði í 4% í ársbyrjun 2024.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK