Hengdu upp stríðsmyndir

Lee Buchheit á samningafundi. 20-25 manns komast á námskeiðið.
Lee Buchheit á samningafundi. 20-25 manns komast á námskeiðið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands í Icesave-deilunni, er einn af fyrirlesurum á námskeiði Akademias í samningatækni í mars.

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti ráðgjafarfyrirtækisins Akademias, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að við undirbúning námskeiðsins hafi hann hugleitt hverjir væru þekktustu samningamenn Íslands. Upp í hugann hafi strax komið eitt nafn; Lee Buchheit.

„Ég áttaði mig fljótlega á því að það yrði frábært að hafa hann með. Hann hefur svo mikla reynslu af erfiðum alþjóðlegum samningaviðræðum,“ segir Eyþór sem setti sig strax í samband við Buchheit. „Hann tók umsvifalaust vel í þetta og fannst frábært að geta komið til baka til landsins og sagt þessar sögur.“

Klæðnaður skiptir máli

Eyþór segir að fyrirfram hafi hann haldið að Buchheit myndi ekki geta farið djúpt í Icesave-samningasöguna, en það sé öðru nær. Eyþór segir að Buchheit muni m.a. segja frá leikritinu á bak við samningaloturnar. „Það snerist til dæmis um hvernig samningamenn klæddu sig fyrir fundi. Allt skiptir máli, allt er útpælt.“

Þá mun Buchheit segja frá því hvernig samningamenn Breta hengdu upp myndir úr þorskastríðinu, landhelgisdeilu Breta og Íslendinga, í fundarherberginu, til að skjóta Íslendingum skelk í bringu.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK