Átta bílasölur eru nú á sama svæði

Ingimar Sigurðsson, til vinstri, og Lárus Baldur Atlason.
Ingimar Sigurðsson, til vinstri, og Lárus Baldur Atlason. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Starfsemi fjögurra bílasala var á dögunum flutt að Klettshálsi í Reykjavík svo þar eru nú í einni þyrpingu alls átta slíkar, sem eru með um 900 sölubíla á stóru útisvæði. Þetta eru Nýja bílahöllin, Litla bílasalan, Íslandsbílar, Bílalind, sem áður voru með starfsemi á Eirhöfða á Ártúnshöfða, en nú eru komnar á Klettsháls og eru þar í þyrpingu með Toppbílum, Stóru bílasölunni, Heimsbílum og Bílalífi. Sölurnar eru hver í sínu húsi en malbikað útisvæði þeirra samliggjandi, sem er 22.000 fermetrar, myndar í raun eina heild. Á næstu grösum og við sömu götu eru einnig Hekla–notaðir bílar og bílasalan Disel.

Heildin styrkist

„Að mörg fyrirtæki í sams konar starfsemi séu á sama svæði styrkir þau hver fyrir sig og eins heildina. Lögmálin eru hin sömu og í stóru verslunarmiðstöðvunum. Sautján ár eru síðan fyrstu bílasölurnar hér við Klettsháls voru opnaðar og margir þekkja því svæðið fyrir þeirra hluta sakir,“ segir Ingimar Sigurðsson, framkvæmdastjóri í Nýju bílahöllinni, í samtali við Morgunblaðið.

Starfsemi fyrirtækisins hafði í áraraðir verið við Eirhöfða, en þurfti að víkja enda er ætlunin að á Ártúnshöfða verði íbúðabyggð með tengingu við borgarlínu. Þær framkvæmdir hefjast á næstu misserum.

Útkoman er góð

Nokkrir bílasalar völdu á síðasta ári að flytja starfsemi sína á reitinn milli Hestsháls og Krókháls, rétt eins og sagði frá í Morgunblaðinu sl. laugardag. Með því rýmkaðist á Kletthálsi „Þangað vildum við sem voru við Eirhöfðann líka umfram annað flytja okkur. Svæðið er rúmgott og eins voru hér fyrir hús sem eru söluskrifstofur og með sýningarsal fyrir allra bestu bíla. Útkoman er góð,“ segir Ingimar sem hefur starfað við sölu á notuðum bílum í alls 38 ár. Samstarfsmaður hans í Nýju bílahöllinni til 16 ára er Lárus Baldur Atlason.

„Markaðurinn hefur gjörbreyst á þeim 40 árum sem ég hef verið í greininni. Faglegar kröfur eru meiri og regluverk þéttara,“ segir Ingimar.

Litið yfir bílasölusvæðið við Klettsháls.
Litið yfir bílasölusvæðið við Klettsháls. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK