Jón Þórisson tekur við Torgi

Jón Þórisson, var ritstjóri Fréttablaðsins um tíma. Hann tekur nú …
Jón Þórisson, var ritstjóri Fréttablaðsins um tíma. Hann tekur nú við sem framkvæmdastjóri Torgs. Fréttablaðið/Anton Brink

Jón Þórisson, fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags blaðsins. Hann tekur við starfinu af Birni Víglundssyni.

Þetta kemur fram í tilkynningu á frettabladid.is

Björn Víglundsson tók við starfi framkvæmdastjóra Torgs hf. þann 1. …
Björn Víglundsson tók við starfi framkvæmdastjóra Torgs hf. þann 1. september 2020. Ljósmynd/Aðsend

Langstærsti hluthafi Torgs ehf. eru félög í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis. Jón Þórisson á 2% hlut í Torgi.

Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í fyrrnefndri tilkynningu sagði Björn Víglundsson starfi sínu lausu hjá Torgi í október síðastliðnum. Hann tók við starfinu 1. september 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK