Markaðurinn gæti farið úr böndunum

Það kostar sitt að fjárfesta í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Það kostar sitt að fjárfesta í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu er orðið hátt á alla hagræna mælikvarða og einnig í samanburði við stöðuna annars staðar á Norðuröndum ef litið er til borga af svipaðri stærð. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital á íslenska fasteignamarkaðnum, sem ber yfirskriftina „Tryllingur á fasteignamarkaði“.

Segir í skýrslunni að fyrirtækið geri ráð fyrir því að fasteignaverð muni hækka um 11 til 12% að raunvirði á næstu þremur árum, ekki síst vegna íbúðaskorts sem hrjáð hefur markaðinn um alllangt skeið.

Snorri Jakobsson, forstjóri Jakobsson Capital.
Snorri Jakobsson, forstjóri Jakobsson Capital. mbl/Arnþór Birkisson

„Óvissa um þróun fasteignamarkaðar hefur sjaldan verið meiri. Ef framboð húsnæðis mun ekki aukast á næstu árum líkt og gert er ráð fyrir í spá, þá er hætta á að hækkun fasteignaverðs að raunvirði verði veruleg á næstu árum. Við munum upplifa aftur árin 2014 til 2018 á fasteignamarkaði,“ segir í skýrslunni og bent er á að slík þróun leiði til þess að verðbólga geti fest í sessi, grafið undan gengi íslensku krónunnar og þar með efnahagslegum stöðugleika. Bendir höfundur skýrslunnar, Snorri Jakobsson, forstjóri Jakobsson Capital, á að raunverð fasteignaverðs hefur hækkað um 102,7% frá upphafi árs 2011, en það jafngildir 7,3% árlegri hækkun.

Gangi spár um uppbyggingu eftir má að mati hans gera ráð fyrir að hækkun næstu þriggja ára verði nokkuð hófstilltari. Spá Jakobsson Capital er þó nokkuð á aðra lund en spá greiningar Íslandsbanka sem gerð var opinber fyrr í vikunni. Þar er gert ráð fyrir að spenna á markaðnum hjaðni mun meira og að raunverðshækkun verði ekki nema 0,2% árið 2024.

Snorri segir í skýrslu sinni að taka verði tillit til þess við mat á stöðu markaðarins nú að hann hafi verið „að koma úr einni dýpstu kreppu Íslandssögunnar og mikil raunlækkun hafði verið á fasteignaverði árin þrjú á undan“.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK