Ólafur Örn ráðinn framkvæmdastjóri Miracle

Ólafur Örn Nielsen.
Ólafur Örn Nielsen. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Örn Nielsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Miracle, en hann hefur frá miðju síðasta ári leitt uppbyggingu ráðgjafar félagsins á sviði skýjalausna.

Ólafur Örn hefur í rúm 15 ár starfað í upplýsingatækni við hugbúnaðarþróun, markaðsmál, stjórnun og rekstur fyrirtækja. Hann var áður aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa, framkvæmdastjóri Kolibri, vefmarkaðsstjóri WOW air og hefur auk þess starfað sem stjórnendaráðgjafi, að því er segir í tilkynningu.

 Miracle er ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni, stofnað 2003 og hefur sérhæft sig í umsjón, þróun og úrvinnslu gagna, rekstri gagnakerfa, hönnun skýjalausna og tæknilegri stefnumótun fyrir fyrirtæki og stofnanir. Meðal viðskiptavina félagsins eru Íslandsbanki, Hagar, Arion Banki, Salt Pay, Isavia, Íslensk erfðagreining og Seðlabanki Íslands.

Starfsmenn Miracle, sem eru í dag um 25, eru með vottanir frá Microsoft, Oracle og í skýjalausnum á borð við AWS og Azure. Með ráðningu Ólafs Arnar stendur til að efla enn frekar þjónustu fyrirtækisins á sviði skýjalausna og stafrænnar þróunar.

Ólafur Örn er kvæntur Árdísi Hrafnsdóttur lögfræðingi og saman eiga þau þrjú börn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK