OR ber að greiða þrotabúi 3,5 milljarða

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Odd

Orku­veitu Reykja­vík­ur hef­ur verið synjað um áfrýj­un­ar­leyfi í máli gegn Glitni þar sem tek­ist er á um upp­gjör á af­leiðusamn­ing­um sem gerðir voru á ár­un­um 2002-2008. Héraðsdóm­ur og Lands­rétt­ur höfðu áður kom­ist að þeirri niður­stöðu að OR bæri að greiða upp­hæð sam­ing­anna, eða um 747 millj­ón­ir, auk drátta­vaxta.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar vegna ákvörðunar Hæsta­rétt­ar seg­ir OR beri að greiða þrota­búi Glitn­is sam­tals 3,5 millj­arða króna, en af þeirri upp­hæð hafði fé­lagið þegar gjald­fært 740 millj­ón­ir í upp­gjöri fé­lags­ins. Því munu um 2,8 millj­arðar koma til gjalda í kjöl­far dóms­ins, en til sam­an­b­urðar var hagnaður Orku­veit­unn­ar um 5,6 millj­arðar árið 2020.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að lausa­fjárstaða OR sé mjög sterk og að greiðslan muni hafa áhrif á niður­stöður árs­reikn­ings fyr­ir árið 2021 sem verður birt­ur í mars.

Í mál­inu taldi Orku­veit­an að ógilda ætti samn­ing­ana þar sem Glitn­ir hafi verið ógjald­fær og vísaði meðal ann­ars til brota stjórn­enda bank­ans á ár­un­um fyr­ir hrun.

Meðan málið var rekið fyr­ir héraðsdómi var meðal ann­ars tek­ist á um hvort veita ætti Orku­veit­unni aðgang að gögn­um úr Glitni um tólf fyr­ir­tæki sem sum hver tengd­ust eða voru í eigu Werners-fjöl­skyld­unn­ar. Héraðsdóm­ur féllst ekki á þá kröfu, en Hæstirétt­ur heim­ilaði aðgang Orku­veit­unn­ar að gögn­un­um. Voru sum fé­lög­in meðal stærri skuld­ara Glitn­is. Meðal ann­ars var um að ræða fé­lög­in Svart­háf og Vafn­ing og lán Glitn­is til Lyf og heilsu, Rák­ungs, Milest­one og L&H eign­ar­halds­fé­lags, en öll fé­lög­in tengd­ust fjöl­skyld­unni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK