Hjalti Ragnar endurskoðandi til Svars

Hjalti Ragnar Eiríksson.
Hjalti Ragnar Eiríksson.

Tæknifyrirtækið Svar hefur ráðið til sín Hjalta Ragnars Eiríksson, löggiltan endurskoðanda, þetta kemur fram í tilkynningu.

„Hjalti hefur mikla reynslu á sínu sviði en á árunum 2000 – 2020 starfaði hann hjá endurskoðendaskrifstofunni Deloitte. Árin 2014 – 2020 var hann meðal annars liðsstjóri yfir 30 manna sviði sem sérhæfði sig í gerð ársreikninga, skattframtala, bókhalds og launa. Auk þess sinnti starfsfólk sviðsins rekstrarráðgjöf og sérfræðiþjónustu við meðalstór og vaxandi fyrirtæki. Hjalti var einnig um tíma útibússtjóri yfir skrifstofum Deloitte á Höfn og í Vestmannaeyjum.“

Í tilkynningunni er haft eftir Rúnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Svars:

„Hjalti kemur inn til okkar á hárréttum tíma enda í mörg horn að líta þegar kemur að tækni og þróun bókhalds og breytingarnar í geiranum hraðar og miklar. Reynsla hans og áhugi á þessu sviði á eftir að nýtast vel hér innanborðs, bæði fyrir okkur samstarfsfólk hans og eins viðskiptavini Svars.“

Hjalti útskrifaðist með Cand Oceon próf frá Háskóla Íslands árið 2001 og hefur verið löggiltur endurskoðandi frá árinu 2010.

„Ég tek þessari nýju áskorun fagnandi eftir 20 ár á sama starfsvettvangi og er spenntur fyrir því að miðla minni reynslu áfram til Svars og viðskiptavina fyrirtæksins. Eins verður líka áhugavert og ögrandi að læra eitthvað nýtt í öflugu fyrirtæki, en á meðal samstarfsaðila okkar, eru til dæmis Uniconta og Microsoft, en við hjá Svar fengum einmitt Silfurvottun frá tæknirisanum síðarnefnda í byrjun árs. Árið byrjar því vel,“ er haft eftir Hjalta í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK