Nýr fréttastjóri viðskiptadeildar

Gísli Freyr Valdórsson.
Gísli Freyr Valdórsson. mbl.is/Hallur Már

Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ráðinn fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins og hefur störf í dag. Gísli Freyr hefur víðtæka reynslu af umfjöllun um viðskipti. Hann starfaði sem blaðamaður og pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu á árunum 2008-2013 og frá árinu 2017 hefur hann starfað sem ráðgjafi hjá KOM ráðgjöf, þar sem hann hefur sinnt ritstörfum, viðskipta- og stjórnmálagreiningum, almannatengslum og annarri ráðgjöf. Samhliða hefur hann verið ritstjóri og útgefandi að tímaritinu Þjóðmálum og á liðnu ári haft umsjón með samnefndum hlaðvarpsþætti.

Hann starfaði áður sem forstöðumaður gistisviðs Hótel Sögu, þá var hann aðstoðarmaður ráðherra á árunum 2013-2014 og sölustjóri hjá lúxusferðaþjónustufyrirtæki 2015-2017. Hann hefur einnig sinnt ýmsum félagsstörfum á liðnum áratug.

Gísli Freyr er kvæntur Rakel Lúðvíksdóttur og saman eiga þau þrjú börn.

Stefán Einar einbeitir sér að Dagmálum

Stefán Einar Stefánsson, sem verið hefur fréttastjóri viðskipta, mun nú, auk annarra verkefna sem hann hyggst sinna utan fjölmiðla, einbeita sér að þáttastjórnun í Dagmálum. Fram að kosningum verða Dagmál með umfangsmikla umfjöllun um fjölda sveitarfélaga og flestir þeirra þátta verða undir sameiginlegri stjórn Stefáns Einars og Andrésar Magnússonar, líkt og fyrir alþingiskosningar í fyrra.

Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson. mbl.is/RAX

Að kosningaumfjöllun lokinni er fyrirhugað að Stefán Einar haldi áfram með vikulega viðskiptaumfjöllun Dagmála líkt og verið hefur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK