Netflix lokar fyrir þjónustu í Rússlandi

Netflix hefur lokað fyrir þjónustu sína í Rússlandi vegna innrásar …
Netflix hefur lokað fyrir þjónustu sína í Rússlandi vegna innrásar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu. Samsett mynd

Streymisrisinn Netflix hefur lokað fyrir þjónustu sína í Rússlandi í mótmælaskyni vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Þessu greina miðlar frá vestanhafs, þar á meðal bandaríska tímaritið Variety.

„Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að hætta þjónustu okkar í Rússlandi,“ er haft eftir talsmanni streymisveitunnar.

Risi á alþjóðavísu en dvergur í Rússlandi

Fyrirtækið hafði þegar tilkynnt að það myndi stöðva alla framleiðslu á rússnesku efni fyrir veituna en fjórar innlendar þáttaraðir voru í bígerð í landinu.

Framleiðsla þeirra er því í biðstöðu þar til annað kemur í ljós.

Þrátt fyrir að Netflix sé nú stærsta streymisveita heims þá er hún ekki eins leiðandi í Rússlandi, en áskrifendur veitunnar þar í landi eru tæplega milljón talsins.

Í lok árs 2021 hafði streymisveitan tæplega 222 milljónir áskrifenda á alþjóðavísu.

Munu ekki dreifa áróðri Kremlinnar

Þá hafði Netflix einnig tilkynnt að það myndi ekki fylgja rússneskum lögum sem kveða á um að streymisveitur skyldu sýna margar innlendar rásir sem eru taldar vera til þess fallnar að dreifa áróðri ríkisstjórnarinnar.

Ákvörðun Netflix er aðeins brot af efnahagslegum takmörkunaraðgerðum sem vestræn ríki hafa beitt en í gær var tilkynnt um að greiðslukortarisarnir Visa og Mastercard myndu stöðva starfsemi í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK