Bensín og díselolía yfir 300 króna múrinn

Verð á bensíni og díselolíu hækkar og hækkar.
Verð á bensíni og díselolíu hækkar og hækkar.

Bæði verð á lítra af bensíni og díselolíu er komið yfir 300 króna múrinn eftir hækkanir í morgun. Víðast hvar á stöðvum N1 kostar lítrinn nú 303,9 krónur af 95 okt bensíni en 300,9 krónur af dísel. Hrauneyjar er enn sem komið er eina Olís stöðin sem nær 300 krónunum, en lítrinn af bensíni kostar þar 302,8 krónur.

Lægsta bensínverðið er hjá Costco í Kauptúni, Garðabæ en þar kostaði bensínlítrinn 255,90 krónur í morgun. Hafa ber í huga að til þess að versla þar bensín þarf fólk að kaupa sér aðgangskort. 

Annars staðar er algengasta verðið hjá bensínstöðvum landsins rétt undir 300 krónunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK