Aðferðafræði Niceair geti skilað meiru en fyrri leiðir

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir hugmyndafræði Niceair fela í sér spennandi tilraun til að auka millilandaflug á landsbyggðinni en fyrri tilraunir til þess hafi borið misjafnan árangur í gegnum tíðina.

Niceair fer í loftið 2. júní næstkomandi en félagið mun fljúga frá Akureyri til Bretlands, Danmerkur og Spánar.

Íslandsstofa telur æskilegt að stuðla að aukinni umferð á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum.

Spurður hvernig honum lítist á þessi áform rifjar Sveinbjörn upp fyrri viðleitni í þessa veru.

Styrkjaleið ekki reynst vel

„Það hefur verið reynt í gegnum árin að fá erlend flugfélög til að fljúga bæði í gegnum Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Til dæmis var settur á fót flugþróunarsjóður árið 2015 en flugfélög áttu að geta sótt um styrki til að hefja áætlunarflug til annarra flugvalla en Keflavíkurflugvallar. Það hefur alls ekki gengið neitt sérstaklega vel.

Með tilkomu Niceair á Akureyrarflugvelli er kannski komin rétta leiðin til að gera þetta. Þar er á ferð flugfélag sem er fjármagnað úr nærumhverfi Akureyrarflugvallar sem aftur nýtur góðs af komu erlendra ferðamanna. Þetta er spennandi nálgun því þau hafa bæði þekkingu af heimamarkaðinum og markaðinum erlendis. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig þeim reiðir af. Það hefur einfaldlega ekki gengið að fá erlend flugfélög til að hefja áætlunarflug á aðra áfangastaði en Keflavíkurflugvöll þar sem það er gríðarlega mikil fjárfesting fyrir flugfélag að taka ákvörðun um að hefja áætlunarflug á nýjan og lítt þekktan áfangastað.

Nánar má lesa um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK