Musk orðinn stærsti hluthafi í Twitter

Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter.
Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter. Samsett mynd

Hlutabréf samfélagsmiðilsins Twitter hækkuðu um meira en 25% áður en markaðir opnuðu í morgun, eftir að Elon Musk, forstjóri Tesla, keypti stóran hlut í fyrirtækinu.

Keypti tæplega 73,5 milljón hluti í fyrirtækinu

Samkvæmt bandaríska verðbréfaeftirlitsins keypti Musk tæplega 73,5 milljón hluti í Twitter, sem samsvarar um 9,2% hlut í fyrirtækinu. Er hann þar með orðinn stærsti hluthafi í fyrirtækinu.

Við lokun markaða síðastliðinn föstudag var virði hlutarins sem Musk keypti 2,89 milljarðar bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 360 milljarða íslenskra króna, að því er CNBC greinir frá.

Innan við tvær vikur eru síðan Musk gagnrýndi Twitter fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi fólks og spurði fylgjendur sína á miðlinum hvað væri hægt að gera í málinu.

Í lok mars greindi hann einnig frá því að hann væri að íhuga að útbúa sinn eigin samfélagsmiðil.

„Þetta gæti að lokum leitt til uppkaupa“

Þótt hlutur Musk sé flokkaður sem óvirkur eignarhlutur (e. passive stake), buðu fjárfestar hærra í hlutabréf fyrirtækisins í von um að kaupin gætu leitt til einhvers meira.

„Musk gæti reynt að taka sér meira afgerandi afstöðu hér á Twitter,“ sagði Dan Ives, greindandi hjá Wedbush, í samtali við CNBC í dag.

„Þetta gæti að lokum leitt til einhvers konar uppkaupa,“ bætti hann við.“

Hjá Teslu eru hannaðir og framleiddir rafmagnsbílar. Fyrirtækið er eitt …
Hjá Teslu eru hannaðir og framleiddir rafmagnsbílar. Fyrirtækið er eitt af þeim verðmætustu í heimi. AFP

Musk er virkur Twitter-notandi og er með yfir 80 milljón fylgjendur á miðlinum. Sum tíst hans í gegnum tíðina hafa þó komið honum í vandræði.

Þann 7. ágúst 2018 tísti Musk t.d. því að hann væri búinn að „tryggja fjármögnun“ til þess að selja hlutinn í Teslu á 420$ í einkasölu. Tístið varð til þess að næstu 12 mánuðir á eftir uðru að algerri rússíbanareið fyrir Musk og aðra hluthafa í Teslu.

Á þeim tíma sló fyrirtækið ýmis árángurstengd met en þurfti einnig að takast á við málaferli, svara fyrirspurnum stjórnvalda og ráðast í uppsagnir. Þá náði Musk einnig sátt í máli við bandaríska verðbréfaeftirlitið og sagði sig úr stjórn Teslu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK