Vissi ekki um þátttöku föður síns fyrr en í gær

Rúmlega tvær vikur eru liðnar frá því að að ríkið …
Rúmlega tvær vikur eru liðnar frá því að að ríkið seldi um 22,5% hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls tóku 209 hæfir fjárfestar þátt í útboði Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka þann 22. mars. sl. Sem kunnugt er seldi ríkið 22,5% hlut í bankanum fyrir um 52,7 milljarða króna.

Á lista þeirra sem fjárfestu í útboðinu má finna félagið Hafsilfur ehf., sem er í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra.

Hafsilfur keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna í bankanum. Spurður um þátttöku föður síns segir Bjarni að hann hafi ekki haft vitneskju um hana fyrr en ráðuneytið fékk listann afhentan í gær. „Það er rétt að ítreka að ég kem ekki að ákvörðun um úthlutun til einstakra aðila,“ segir Bjarni í framhaldinu.

„Bankasýslan er sjálfstæð stofnun sem útfærir söluna í samræmi við lög sem gilda.“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 85% fjárfesta voru innlendir en 15% erlendir. Lífeyrissjóðir voru umfangsmestu fjárfestarnir í útboðinu og fjárfestu fyrir um 19,5 milljarða króna, sem er um 37% af þeirri upphæð sem seld var. Einkafjárfestar fjárfestu fyrir um 16 milljarða, eða tæplega 31%, og verðbréfasjóðir fyrir um 5,6 milljarða sem gerir tæplega 11%.

Þetta kemur fram í yfirliti yfir þá aðila sem fjárfestu í útboðinu sem birt var síðdegis í gær á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi í gær, miðvikudag, fengið afhent yfirlit yfir þá aðila sem keyptu hluti í útboðinu. Einnig kemur fram að ráðuneytið hafi lagt sjálfstætt mat á þær röksemdir sem settar hafa verið fram fyrir því að framangreint yfirlit falli undir bankaleynd og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki.

Nánar er fjallað um útboðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK