Societe Generale kveður Rússland

Bankinn Societe Generale ætlar að hætta starfsemi í Rússlandi.
Bankinn Societe Generale ætlar að hætta starfsemi í Rússlandi. AFP/Sameer Al-Doumy

Franski bankinn Societe Generale hefur ákveðið að hætta starfsemi í Rússlandi og selja hlutbréf sín í Rosbank.

Rússneski bankinn er í meirihlutaeigu Societe Generale.

Nokkrar vikur eru liðnar síðan forseti Úkraínu hvatti frönsk fyrirtæki til að yfirgefa rússnesku höfuðborgina Moskvu vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Fram kom í yfirlýsingu Societe Generale að ákvörðunin um að hætta starfseminni í Rússlandi muni kosta bankann um 3,1 milljarða evra, eða yfir 430 milljarða íslenskra króna.

Mörg hundruð erlend fyrirtæki, þar á meðal fjármálafyrirtæki, heildsalar og skyndibitakeðjur, hafa hætt starfsemi í Rússlandi vegna innrásarinnar 24. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK