Hlutabréf í Netflix féllu um 35%

Bækistöðvar Netflix í Hollywood í Kaliforníu.
Bækistöðvar Netflix í Hollywood í Kaliforníu. AFP

Hlutabréf í Netflix féllu um rúm 35 prósent snemma í morgun eftir að greint var frá því í gær að áskrifendum að streymisveitunni hafi fækkað í fyrsta skipti í tíu ár.

Fyrirtækið sagði ástæðuna fyrir lækkuninni vera þá að lokað var fyrir veituna í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Streym­isveit­an hefur jafnframt hækkað verð á þjón­ust­u sinni á lyk­il­mörkuðum, meðal ann­ars í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um. 

Hlutabréf í Netflix féllu einnig á þarsíðasta ársfjórðungi vegna færri áskrifenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK