Frægir geta verið í friði á Íslandi

Það er orðinn hversdagslegur hlutur að frægt fólk, til dæmis kvikmyndastjörnur, dvelji hér á landi sem ferðamenn.

Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, sem rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum, segir að starfsfólk sé afar stolt af því að frægir einstaklingar geti dvalið á landinu án þess að það leki út.

Um þetta er fjallað í viðskiptaþætti Dagmála þar sem þau Haukur og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, ræða mikilvægi fágætisferðaþjónustu hér á landi og hvaða þýðingu það hefur að fá til landsins betur borgandi ferðamenn.

„Það er oft mjög frægt fólk sem kemur og það veit enginn af því,“ segir Haukur.

Helga bætir við að það sé hluti af þeim þjónustugæðum að fólk geti komið hingað til lands og verið óáreitt.

Hægt er að sjá myndbrot úr þættinum hér fyrir ofan.

Áskrifendur geta horft á viðtalið í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK