Arion hagnaðist um 5,8 milljarða

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Arion banki hagnaðist um 5,8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 6 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 12,7% og hækkaði úr 12,5% á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa bankans á tímabilinu námu 26,8 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í tilkynningunni kemur fram að lán til viðskiptavina hafi aukist um 4,3% frá áramótum, en það sé aðallega í formi lána til fyrirtækja sem hafi hækkað um 8% frá áramótum. Eigið fé bankans nam 173 milljörðum í lok mars, en það lækkaði vegna fyrrnefndrar arðgreiðslu upp á 22,5 milljarða og endurkaupa upp á 4,3 milljarða. Afkoma bankans kemur á móti til hækkunar á eigin fé.

Vaxtatekjur bankans á fyrsta ársfjórðungi námu 17,5 milljörðum og hækka um tæpa sex milljarða frá sama tíma í fyrra. Vaxtakostnaður var á móti 8 milljarðar og hækkaði úr 4,4 milljörðum. Vaxtatekjur umfram vaxtagjöld voru því 9,5 milljarðar á móti 7,3 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Heildar rekstrartekjur bankans voru 14,5 milljarðar og hækkuðu úr 13,1 milljarði á sama tíma í fyrra, en rekstrargjöld hækkuðu um rúmlega 150 milljónir milli ára og voru 6,2 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK