Bandaríkin hækka stýrivexti um hálft prósent

Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Washington í dag.
Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna á blaðamannafundi í Washington í dag. AFP/Jim Watson

Seðlabanki Bandaríkjanna mun hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í tilraun til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu í landinu. Ekki er útilokað að vextirnir verði hækkaðir enn frekar. Þetta tilkynnti Jerome Powell seðlabankastjóri á blaðamannafundi í Washington í dag.

Hann segir verðbólguna skapa harðindi fyrir almenning í landinu enda sé hún „alltof há“. 

„Það er nauðsynlegt að við náum verðbólgunni niður,“ sagði hann og ítrekaði að Seðlabankinn væri með tólin til að gera slíkt.

Meiri hækkun ekki útilokuð

Eftir að tilkynnt var um fyrstu hálfprósentu hækkunina frá því um aldamótin, sagði Powell það ekki útilokað að meiri hækkun væri í kortunum. Það yrði tekið til umræðu á næstu fundum.

Aftur á móti væri 0,75 prósenta hækkun ekki til skoðunar. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK