Verðbólga komist undir 3% í lok árs 2024

Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og aðalhagfræðingur Seðlabanka …
Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er talið að verðbólga komist undir 3% fyrr en seint árið 2024. Þetta kemur fram í ritinu Peningamál frá Seðlabanka Íslands.

„Lakari verðbólguhorfur má að mestu rekja til áhrifa stríðsátakanna í Úkraínu auk þess sem hækkun langtímaverðbólguvæntinga undanfarið hægir á hjöðnun hennar er frá líður,“ segir í ritinu.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um hækkun stýrivaxta um eitt prósent. Verðbólgan mældist 7,2% í apríl og er sú mesta síðan í maí 2010. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga aukist í rúmlega 8% á þriðja fjórðungi þessa árs.

Í kynningu Seðlabankans á vaxtaákvörðuninni og Peningamálum sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu, verðbólgu víða vera minni en hér á landi en á mörgum stöðum sé hún þó töluvert meiri. Nefndi hann Holland þar sem dæmi.

Stríðið í Úkraínu litar efnahagshorfur

Þórarinn sagði að stríðsátökin í Úkraínu liti efnahagshorfur um allan heim. Stríðið, ásamt fjölda kórónuveirusmita í Kína og hertar varnir þar hafi sömuleiðis aukið óvissuna og hættu á bakslagi.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn á fundinum í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Horfurnar hérlendis hafa heldur versnað, þrátt fyrir töluverðan kraft í efnahagsumsvifum á þessu ári. Atvinnuleysi hefur hjaðnað hraðar en Seðlabankinn bjóst við, sagði hann.

Hann greindi frá því Rússland vegi ekki þungt í heimsbúskapnum en að Rússland og Úkraína séu mikilvægir hrávöruútflytjendur. Augljóst hafi því verið að stríðið myndi hafa veruleg áhrif á hrávörumarkað með miklum hækkunum á hrávöruverði og einnig matvælum. Nefndi hann ál og hveiti sem dæmi.

Þórarinn sagði viðskiptakjör Íslands vera að batna en að efnahagshorfur okkar séu að versna út af stríðinu í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK