Breyta reglum fyrir starfsmenn eftir bankasöluna

Starfsmaður verðbréfamiðlun­ar Íslands­banka, sem sá um útboðið, keypti meðal annars …
Starfsmaður verðbréfamiðlun­ar Íslands­banka, sem sá um útboðið, keypti meðal annars í bank­an­um fyr­ir rúma millj­ón króna. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsbanki hyggst breyta reglum sínum varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna en þátttaka starfsmanna bankans í útboði ríkisins á 22,5% hlut­ sínum hefur verið harðlega gagnrýnd.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Átta starfs­menn eða ein­stak­ling­ar ná­tengd­ir starfs­mönn­um Íslands­banka keyptu í bank­an­um.

Taka gagnrýninni alvarlega

Í byrjun apríl sagði Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, við mbl.is að þeir starfs­menn sem hafi tekið þátt í útboðinu hafi allir verið skil­greind­ir fag­fjár­fest­ar og því hafi verið farið eft­ir regl­um.

„Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ er haft eftir Birnu Ein­ars­dótt­ur banka­stjóra Íslands­banka í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK