Regus opnar í Borgarnesi

Frá skrifstofusetri Regus í Borgarnesi.
Frá skrifstofusetri Regus í Borgarnesi.

Regus á Íslandi hefur opnað nýtt skrifstofusetur á B59 hótelinu í Borgarnesi. Þar eru 18 fjarvinnslustöðvar tilbúnar sem fólk getur leigt til lengri eða skemmri tíma og sinnt starfi sínu.

„Um mikið byggðamál er að ræða enda styður opnun slíkrar stöðvar við hugmyndafræðina um störf án staðsetningar,“ segir Stefán Óli Jónsson, ráðgjafi hjá Regus, í tilkynningu frá félaginu.

Þá kemur fram að ný mathöll með fjölda veitingastaða verði innan tíðar opnuð í sama húsi en auk þess sé til staðar fundaraðstaða sem geti hýst allt að 100 manns.

Regus opnaði nýlega skrifstofusetur í Garðabæ, til viðbótar við setur sem rekið er á Hafnartorgi í Reykjavík og sjö önnur skrifstofusetur sem rekin eru víða um land. Þá er stefnt að opnun seturs á Ísafirði um miðjan maí.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK