Rússneskir ferðamenn heyra nánast sögunni til

Velta af rússneskum kortum hérlendis dróst saman um -99% á …
Velta af rússneskum kortum hérlendis dróst saman um -99% á milli ára. mbl.is/Sigurður Bogi

Ferðamenn frá Rússlandi heyra nú nánast sögunni til að því er kemur fram á vefsíðu Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) en velta af erlendum kortum sem gefin eru út í Rússlandi dróst saman um 99% á milli ára.

Samkvæmt skýrslu RSV sem gefin var út í mars eyddi hver ferðamaður frá Rússlandi 59.921 kr. í verslun hérlendis árið 2021. Það ár voru ferðamenn frá Rússlandi í þriðja sæti þeirra þjóða sem eyddu mest, á eftir Norðmönnum og Finnum.

Auk þess segir að kortavelta í apríl hafi aukist um 34,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag en heildargreiðslukortavelta nam rúmum 94,5 milljörðum nú í apríl. Þá jókst innlend kortavelta í verslun um rúm 7,4% á milli ára og þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 37% miðað við breytilegt verðlag.

Kemur fram að miðað við erlenda kortaveltu sé stutt í að erlend ferðamannavelta nái því sem eðlilegt þótti fyrir heimsfaraldur en kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 14 milljörðum í apríl.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK