Telma Eir nýr rekstrarstjóri Salescloud

Telma Eir Aðalsteinsdóttir, nýr rekstrarstjóri Salescloud.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir, nýr rekstrarstjóri Salescloud. Ljósmynd/Aðsend

Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Salescloud. Telma mun bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins, mannauðsmálum og upplýsingagjöf til stjórnar, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Áður starfaði Telma sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Félags viðskipta- og hagfræðinga. Hún er með BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands.

Salescloud tryggði sér fyrr á árinu yfir fimm hundruð milljóna króna fjármögnun frá SaltPay og hópi íslenskra fjárfesta.

Fyrirtækið býður upp á lausnir sem auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að auka sölu í verslunum og á netinu, með sölukerfi í skýi sem hefur innbyggðar lausnir á borð við kassakerfi, vefsölu í gegnum heimasíður, bókanir og sjálfsafgreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK