Sigríður í stjórn Haga

Sigríður Olgeirsdóttir.
Sigríður Olgeirsdóttir. Ljósmynd/Ágústa Kristín Bjarnadóttir

Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Opnum kerfum og varamaður í bankaráði Landsbankans, mun að öllu óbreyttu taka sæti í stjórn Haga á aðalfundi félagsins sem fer fram 1. júní nk., í stað Katrínar Olgu Jóhannesdóttur. Katrín Olga, sem setið hefur í stjórn frá 2018, gaf ekki kost á sér áfram.

Tilnefningarnefnd hefur lagt til að stjórnin verði að öðru leyti óbreytt. Hana skipa í dag Davíð Harðarson, fjármálastjóri Travel Connect (sem er formaður stjórnar), Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður hjá LMG lögmönnum, og Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Vinnvinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK