Sýna fjölbreytni tæknigeirans

Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský, og Linda Björk Bergsveinsdóttir, …
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský, og Linda Björk Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Ský. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ský, Skýrslutæknifélag Íslands, er félag fyrir fólk og fyrirtæki í upplýsingatækni, eins og segir á vefsetri Ský, og hefur starfað síðan 1968. Liður í starfi félagsins eru ráðstefnur og hádegisfundir þar sem tekin eru fyrir tiltekin málefni. Undanfarin ár hefur Ský haldið svonefnda UTmessu, ráðstefnu og sýningu fyrir fagfólk í upplýsingatækni, og miðvikudaginn 25. maí verður tólfta UTmessan haldin á Grand hóteli í samstarfi Ský, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský, og Linda Björk Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Ský, skipuleggja UTmessuna. Arnheiður segir að UTmessan hafi verið sett á laggirnar á sínum tíma þar sem það hafi vantað óháðan tækniviðburð sem samanstæði af ráðstefnu og sýningu á Íslandi. „Á þeim tíma voru einungis söluaðilar með viðburði og langt síðan haldin hafði verið stór sýning eins og var í Laugardalshöll og Borgarleikhúsinu löngu fyrir aldamót. Einnig lá fyrir að mikið átak þyrfti að gera í því að hvetja ungt fólk til að velja sér tölvu- og tæknistörf í framtíðinni þar sem tæknin er að verða alls ráðandi í flestum atvinnugreinum. Því settum við hjá Ský strax eitt af markmiðum UTmessunnar að sýna hve fjölbreyttur tæknigeirinn er og þannig vekja athygli á að hann er fyrir mun breiðari hóp en staðalímyndir þess tíma voru byggðar á. Það er einmitt svo auðvelt að finna sína fjöl í tæknigeiranum þar sem hægt er að velja sér starf frá kerfisstjórnun, forritun, verkefnastjórnun, öryggismálum, prófunum, þjónustu, rekstri, hönnun og svo má lengi telja. Þannig er t.d. hægt að vera í heilbrigðisgeiranum en skilningur á hvernig tölvur og tækni er uppbyggð er farin að vera forsenda margra starfa og nýtingu á tækninni. Stafræn vegferð er það sem við heyrum mikið um þessa dagana en það er gott dæmi um hvernig verið er að endurhanna verkferla þannig að tæknin nýtist sem best.“

Grunaði ekki að hún yrði svo stór

Stærðin á ráðstefnum eins og UTmessunni sveiflast náttúrlega nokkuð til, aðallega eftir því hvað mikill peningur er í bransanum, en hvernig hefur þróunin verið almennt frá 2011?

„Nú erum við að halda tólftu UTmessuna og grunaði ekki í upphafi að UTmessan yrði svo stór sem hún varð strax. Þegar þriðja UTmessan var haldin var ljóst að áhuginn væri það mikill að ekkert ráðstefnu- og sýningarhús á Íslandi dygði og því höfum við glímt við það síðustu árin að sýningarpláss og ráðstefnumiðar seljast alltaf upp löngu áður en UTmessan er haldin. Það er því engan bilbug að finna hjá tæknifyrirtækjum landsins og áhugi fólks á að mæta á svona viðburð fer sívaxandi. Það væri því gaman að sjá stóra ráðstefnu- og sýningarhöll rísa á Íslandi til að geta stækkað UTmessuna enn meira.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK