Tekur mið af hraða Borgartúnsins

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, og Guðrún Svala Hjálmarsdóttir, verslunarstjóri …
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, og Guðrún Svala Hjálmarsdóttir, verslunarstjóri nýrrar verslunar í Borgartúni hvar ÁTVR og Fylgifiskar voru áður til húsa. Árni Sæberg

Krónan mun á morgun, fimmtudag, opna nýja verslun í Borgartúni 26. Ólíkt flestum öðrum verslunum Krónunnar verður verslunin í Borgartúni opin frá klukkan átta á morgnana alla daga vikunnar.

„Það starfar umtalsverður fjöldi fólks hér í nágrenninu og við viljum gjarnan þjónusta þann hóp,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Af þeirri ástæðu munum við opna snemma þannig að fólk hafi möguleika á því að grípa vörur með sér áður en það mætir í vinnu, en að sama skapi gerum við ráð fyrir viðskiptavinum í hádeginu. Staðsetning verslunarinnar hentar sömuleiðis vel fyrir fólk á leið úr vinnu síðdegis þegar það þarf að kaupa í kvöldmatinn.“

Ásta segir verslunina bjóða upp á aukið úrval af tilbúnum …
Ásta segir verslunina bjóða upp á aukið úrval af tilbúnum réttum. Árni Sæberg

Ásta segir verslunina einnig bjóða upp á aukið úrval af tilbúnum réttum og sé hugsuð fyrir þann hraða sem einkennir Borgartúnið. Verslunin sjálf er rúmgóð, um 700 m² að stærð. „Vöruúrvalið svarar kalli þeirra sem starfa á svæðinu en að sama skapi íbúum í grenndinni, enda hefur uppbyggingin verið töluverð hér í nágrenninu á liðnum árum,“ segir hún.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK