Auður nýr forstjóri Orkunnar

Auður Daníelsdóttir.
Auður Daníelsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Auður Daníelsdóttir hefur verið ráðin sem forstjóri Orkunnar IS ehf., rekstrarfélags í fullri eigu SKEL fjárfestingafélags hf.

Rekstur félagsins nær til 73 þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfjavals, Íslenska vetnisfélagsins og Gló. Félagið fer auk þess með eignarhald í félögunum Brauð & Co og WEDO (Heimkaup, Hópkaup, Bland). Auður mun taka til starfa um mitt sumar, en greint var frá því í dag að Birg­ir Viðars­son muni taka við af Auði sem fram­kvæmda­stjóri sölu- og ráðgjaf­ar hjá Sjóvá næstu mánaðar­mót.

Auður er Cand.Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk námi í starfsmannastjórnun frá Háskóla Íslands og AMP stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Hún starfaði hjá Sjóvá frá árinu 2002, sem framkvæmdastjóri starfsmanna- og rekstrarmála, framkvæmdastjóri tjónasviðs og nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Áður starfaði Auður sem starfsmannaráðgjafi hjá PriceWaterhouseCoopers ehf. og sem fulltrúi í hagdeild Samskipa hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK