Good Good lýkur 2,6 milljarða króna fjármögnun

Stofnendur Good Good. (f.v.) Agnar Tryggvi Lemacks, Garðar Stefánsson forstjóri …
Stofnendur Good Good. (f.v.) Agnar Tryggvi Lemacks, Garðar Stefánsson forstjóri Good Good og Jóhann Ingi Kristjánsson.

Matvælafyrirtækip Good Good hefur lokið hefur lokið 20 milljón dollara hlutafjáraukningu, sem jafngildir um 2,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið, sem þekkt er fyrir sykurlausar sultur og sætuefni, hefur vaxið hratt á síðustu árum og sækir nú hratt fram á Bandaríkjamarkaði.

„Hlutafjáraukningin var leidd af framtakssjóðnum SÍA IV, en einnig tóku þátt í henni aðrir innlendir fjárfestar og núverandi hluthafar fyrirtækisins. Með aðkomu SÍA IV verður sjóðurinn næst stærsti hluthafi Good Good með 24,4% hlut. Stærsti hluthafi Good Good er Eignarhaldsfélagið Lyng, móðurfélag Ósa, sem á m.a. Icepharma og Parlogis, með 34,7% hlut,“ segir í tilkynningu frá Good Good um málið.

Heiðar Ingi Ólafsson, sjóðsstjóri SÍA IV, segir sjóðinn hafa fylgst …
Heiðar Ingi Ólafsson, sjóðsstjóri SÍA IV, segir sjóðinn hafa fylgst með fyrirtækinu og þykja ánægjulegt að sjá hve vel því hefur tekist að vaxa.

Þar er haft eftir Jóhanni Inga Kristjánssyni, stjórnarformanni Good Good, að tekjur félagsins hafi rúmlega tvöfaldast árlega frá stofnun þess. 

 „Við erum afar ánægð með framgang hlutafjáraukningarinnar en eftirspurn reyndist langt umfram væntingar. Hlutafjáraukningin treystir stoðir félagsins fyrir áframhaldandi sókn og vöxt í Bandaríkjunum sem og í netsölu á erlendum mörkuðum. Á síðustu misserum hefur mikið af reyndu fólki bæst í öflugan hóp Good Good á Íslandi, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hlutafjáraukningin skiptir sköpum fyrir enn kraftmeiri vöruþróun og markaðssókn Good Good,“ er haft eftir Jóhanni Inga.

Veltan aukist um 123% á ári 

Í tilkynningunni kemur fram að velta Good Good hafi numið 7,3 milljónum dala í fyrra, andvirði um eins milljarðs króna, og jókst hún um 60% á milli ára. Umrædd aukning var einkum drifin áfram í Bandaríkjunum, þar sem verslanakeðjan Publix tók sultur inn í tæplega 1.300 verslanir, og í netverslun Good Good, þar sem veltan áttfaldaðist í fyrra.

Velta fyrirtækisins hefur aukist um 123% á ári að meðaltali frá stofnun árið 2015 og gerir fyrirtækið ráð fyrir áframhaldandi hröðum vexti í ár vegna þess að sala í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi þessa árs jókst um 190% frá sama tíma í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK