Hlutafé Samherja fiskeldis aukið um 3,5 milljarða

Tölvugerð mynd af fiskeldi Samherja á Reykjanesi.
Tölvugerð mynd af fiskeldi Samherja á Reykjanesi.

Hlutafé Samherja fiskeldis ehf. hefur verið aukið um 3.500 milljónir króna. Þá hefur Norðmaðurinn Alf- Helge Aarskog, fyrrverandi forstjóri Mowi og einn af reyndustu sérfræðingum heims á sviði fiskeldis, fjárfest í félaginu og mun í framhaldinu taka sæti í stjórn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í samtali við Morgunblaðið að fjármagnið verði nýtt til uppbyggingar í Öxarfirði auk hönnunar og framkvæmda við eldisgarð á Reykjanesi.

„Við erum mjög ánægð með að fá Alf-Helge Aarskog til liðs við okkur og teljum að þekking hans og reynsla muni nýtast til frekari uppbyggingar á þessari mikilvægu atvinnugrein,“ segir Þorsteinn Már.

„Það er mikill vöxtur að eiga sér stað í fiskeldi í heiminum og við höfum því fulla trú á þessu verkefni.“

Þess má geta að sú uppbygging sem Samherji fiskeldi stendur nú að er stærsta fjárfestingarverkefni sem Samherji hefur ráðist í frá upphafi, en félagið hefur starfað í tæp 40 ár.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson tjáir sig meðal annars um möguleika þess að skrá félagið á markað síðar meir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK