Segir kynjamisrétti vera á uppleið

Canary Wharf. Mynd úr safni.
Canary Wharf. Mynd úr safni. AFP

Amanda Blanc, ein fárra kvenkyns forstjóra FTSE (Financial Times Stock Exchange) 100 fyrirtækja, segir kynjamisrétti í viðskiptaheiminum vera að aukast og versna. 

Blanc, sem er forstjóri breska tryggingafyrirtækisins Aviva, sagði í færslu á Linkedin á miðvikudag að hluthafar í Aviva hafi látið látið niðrandi ummæli í garð kvenna falla á ársfundi Aviva fyrr í vikunni. 

Á meðal ummælanna sem Blanc nefndi var að hún væri „ekki rétti maðurinn í starfið“ og að hún ætti að klæðast buxum í stað kjóla eða pilsa. 

„Eftir 30+ ár í fjármálaheiminum er ég frekar vön mismunandi og niðrandi ummælum eins og þau sem ég heyrði á ársfundinum í gær,“ skrifaði Blanc. 

„Ég myndi vilja segja ykkur að hlutirnir hefðu skánað undanfarin ár, en það er rétt að segja að þetta hefur í raun aukist – eftir því sem ég hef tekið við hærri stöðum, þeim mun opinber er óviðunandi hegðun. Það sem kemur á óvart er að svona hlutir voru aðeins sagðir í einrúmi ... það að fólk segi svona í dag á opinberum ársfundi er ný þróun fyrir mig persónulega,“ skrifaði Blanc. 

Blanc tók við stöðu forstjóra Aviva í júlí 2020, en 40% stjórnarmanna fyrirtækisins eru konur. 

Blanc segist vonast til þess að framtök til að jafna hlut kynjanna í fjármálageiranum eigi eftir að gera stöðu næstu kynslóðar kvenna betri. 

„En satt best að segja virðist vera langt í land; jafnvel með stuðningi frábærra og stuðningsríkra manna sem hafa tjáð sig um þessi vandamál. Það er fátt annað í stöðunni en að tvíefla baráttu okkar í sameiningu,“ skrifaði Blanc. 

FTSE 100 fyrirtækin eru 100 stærstu fyrirtæki Lundúna. Konur eru forstjórar innan við tíu þeirra. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK