Tekjur Eimskipa hækka um 33% milli ára

Eimskip.
Eimskip. mbl.is/Kristinn Magnússon

Batnandi afkoma í Færeyjum og áhrif hækkandi olíuverðs á kostnað Eimskipa er á meðal þess sem fjallað er um í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung.

Fram kemur í uppgjörinu að alþjóðleg flutningamiðlun Eimskipa hafi skilað góðum árangri þrátt fyrir minna magn, áframhaldandi gámaskorti og takmarkaðri afkastagetu á sumum alþjóðlegum flutningaleiðum. 

Tekjur námu alls 239,7 milljónum evra og hækkuðu um 59,5 milljónir evra eða 33% samanborið við fyrsta árfjórðung 2021.

Kostnaður nam 209,3 milljónum evra sem er hækkun um 27,7% og skýrist að mestu af verulegri aukningu í kostnaði vegna kaupa á þjónustu flutningsbirgja og hærra olíuverði.

Launakostnaður jókst um 3,1 milljón evra eða um 10,5% og þar af námu gjaldeyrisáhrif 1,5 milljónum evra.

Verulegur vöxtur var á EBITDA hagnaði sem nam 30,4 milljónum evra á fjórðungnum samanborið við 16,3 milljónir evra fyrir sama tímabil 2021. EBITDA hlutfall var 12,7% samanborið við 9% fyrir sama tímabil síðasta árs.

Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra samanborið við 2,8  milljónir evra fyrir sama tímabil ársins 2021.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK