Málefni tengd bankasölunni í ferli

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum lýst því yfir að við ætlum að endurskoða þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins en ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að hún yrði lögð niður í kjölfar sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars.

„Auðvitað eru síðan málefni sem varða þessa bankasölu í ákveðnu ferli. Það er verið að vinna að bæði rannsóknum á vettvangi Ríkisendurskoðunar og í Seðlabanka Íslands þannig að það er ekki óeðlilegt að við bíðum niðurstaðna úr því en um leið er í raun og veru hafin athugun á því hvernig best er að endurskoða þetta fyrirkomulag,“ sagði hún í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK