Skattgreiðendur beri 1.000 milljarða skuld

Friðrik Jónsson er formaður BHM.
Friðrik Jónsson er formaður BHM. Ljósmynd/Aðsend

Bandalag háskólamanna (BHM) segir skattgreiðendur bera uppi 1.000 milljarða skuld ríkis og sveitarfélaga í kjölfar heimsfaraldurs á sama tíma og margar atvinnugreinar hér á landi sjái metafkomu.

Þetta kemur fram í umsögn BHM um fjármálaáætlun 2023 – 2027.

BHM leggur af þessum sökum til að stjórnvöld hækki skatta á eignir og fjármagnstekjur og dragi lækkun bankaskatts til baka.

„Stjórnvöld standa nú frammi fyrir tveimur stórum verkefnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru. Annars vegar þarf að koma opinberum fjármálum á réttan kjöl og hins vegar þarf að takast á við mikla verðbólgu sem kemur í kjölfar framleiðsluspennu, lækkunar vaxta, aukins peningamagns og stríðsins í Úkraínu,“ segir í yfirlýsingu frá BHM. 

Bandalagið telur að hærri skattar á fjármagnstekjur gætu hjálpað til við að vinna gegn undirliggjandi og uppsöfnuðum afkomuhalla og áhrifum verðbólgunnar á heimili landsins.

„Aukin skattheimta í þá veru gæti jafnframt stutt við markmið peningastefnu um að koma böndum á verðbólguna eftir mikla aukningu peningamagns í umferð á tíma heimsfaraldurs.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK