Vill ævintýri sem lýkur ekki

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti starfsemi og …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti starfsemi og áherslur nýs ráðuneytisins í Grósku í gær. Cat Gundry-Beck

„Við viljum hætta að útskrifa fólk sem stígur sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn en fær engin störf við hæfi. Í staðinn ætlum við að fá fleiri nemendur inn í þær greinar sem eru vaxandi og bjóða upp á spennandi tækifæri.“

Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún kynnti starfsemi og áherslur nýs ráðuneytis á nýsköpunarviku í Grósku í gær. Þar rifjaði hún upp hvernig síldaævintýrið rann sitt skeið á enda eftir að hafa skapað um helming útflutningstekna þjóðarinnar um tíma, hvernig náttúruhamfarir hafa valdið skaða á landbúnaði og nýjasta dæmi um það hvernig heilar atvinnugreinar verða fyrir áföllum þegar ferðaþjónustan, sem um tíma skapaði yfir 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar, þurfti að lúta í lægra haldi fyrir heimsfaraldri.

„Ég rifja þetta upp núna því ég lít á það sem mitt mikilvægasta hlutverk sem ráðherra að gera allt sem í mínu valdi stendur til að við sem þjóð hættum að leggja öll eggin í sömu körfuna,“ sagði Áslaug Arna.

„Eitt mikilvægasta verkefni okkar nú er að fjölga stoðum samfélagsins til að tryggja að við getum áfram búið við ein bestu lífskjör í heimi. Það gerist ekki að sjálfu sér en aðalatriðið er að við hættum að byggja nánast alfarið á takmörkuðum auðlindum sem háðar eru utanaðkomandi aðstæðum og sveiflum.“

Áslaug Arna sagði að Íslendingar þyrftu að treysta á sína mikilvægustu auðlind, hugvitið. Þá auðlind gæti enginn tekið frá þjóðinni og notkun á hugviti myndi stækka og styrkja okkar helstu atvinnugreinar. Nefndi hún sem dæmi hvernig hugvitið hefur gerð sjávarútveginn arðbærari og skilvirkari. Þá tiltók hún nokkur dæmi um fyrirtæki sem hefðu margfaldað veltu sína og umsvif hér á landi, með tilheyrandi fjölgun starfa og auknum skattgreiðslum, eftir að ákveðið var að framlengja skattafrádrátt vegna rannsóknar og þróunar, til dæmis leikjafyrirtækið 1939 Games og Nox Medical sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum á heimsvísu.

Störf muni breytast

Í fyrirlestri sínum vitnaði Áslaug Arna í úttekt Samtaka iðnaðarins þar sem fram kemur að þörf væri á allt að níu þúsund sérfræðingum í störf í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vöxtur greinarinnar á að ganga eftir. Hún sagði því mikilvægt að skapa nýsköpunarfyrirtækjum þau skilyrði að þau gætu stækkað og byggt upp starfsemi sína, sem að stærstu leyti grundvallaðist á mannauði en mikil samkeppni væri á milli landa um færustu sérfræðinga á hverju sviði og Íslandi væri ekki undanskilið þeirri öflugu samkeppni. Því þyrftu stjórnvöld og atvinnulífið að stilla saman strengi sína hvað málefn erlendra aðila og atvinnuleyfa fyrir þá varðar.

„Heimurinn breytist hratt og í náinni framtíð er áætlað að allt að helmingur núverandi starfa muni breytast umtalsvert eða hverfa. 65% af þeim börnum sem eru í grunnskóla í dag munu sinna störfum sem við eigum ekki nöfn yfir, því þau [störf] eru ekki til. Því er líka spáð að 35% af þeirri færni sem eftirspurn er eftir á vinnumarkaði í dag verði ekki þörf fyrir eftir þrjú ár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK