Rauður dagur á bandarískum mörkuðum

Hlutabréfaverð í Target hríðféll á miðvikudag.
Hlutabréfaverð í Target hríðféll á miðvikudag. AFP

Verð í hlutabréfum á Wall Street féll töluvert við lokun kauphalla á miðvikudag í kjölfar lélegs gengi Target sem jók á áhyggjur yfir verðbólgu og hagnaðarhlutfalli innan bandarísks hagkerfis. 

Dow Jones meðaltalið lækkaði um meira en 1.150 stig, eða 3,6% og lokaði á rúmlega 31,490. Öll 30 fyrirtæki innan Dow höfðu lækkað í verði við lokun markaða í dag. 

S&P 500 fyrirtæki lækkuðu að meðaltali um 4% og stóðu á rúmlega 3,923 við lokun á meðan samsettur lykill Nasdaq lækkaði að meðaltali um 4,7% og lokaði á rúmlega 11,418. 

Target verslunarkeðjan hríðféll um 25% eftir að greint var frá því að tekjur fyrsta ársfjórðungs voru lægri en spár gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir söluaukningu. Fyrirtækið sagði þetta stafa af hærri rekstrarkostnaði. 

Samkeppnisaðili Target, Walmart, skilaði svipuðum ársfjórðungsreikningi á þriðjudag og átti erfiðan dag á mörkuðum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK