Stækkar við Selfosslaugina

Drög að líkamsræktarstöð World Class við Sundlaug Selfoss.
Drög að líkamsræktarstöð World Class við Sundlaug Selfoss. Teikning/Pro-Ark Teiknistofa

Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda líkamsræktarkeðjunnar World Class, áformar að hefja framkvæmdir við stækkun World Class á Selfossi í sumar. Sú stöð er við hlið sundlaugarinnar og fer úr 800 fermetrum í 1.200 fermetra eftir stækkun. Áformað er að taka nýbygginguna í notkun í byrjun næsta árs en hún er viðbygging við Sundhöll Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti framkvæmdina á fundi 12. apríl síðastliðinn.

Björn áætlar að kostnaðurinn verði um 250 milljónir króna eða um 600 þúsund krónur á fermetra. Búningsklefar sundlaugarinnar verða áfram samnýttir með stöðinni.

Björn Leifsson eigandi World Class.
Björn Leifsson eigandi World Class. Haraldur Jónasson/Hari

Uppbyggingin var sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans dró úr aðsókn í stöðvarnar. Fyrir faraldurinn voru um 49.200 áskrifendur hjá World Class en þeim hafði fækkað í 36 þúsund í maí í fyrra, eða um rúm 13 þúsund.

Hefur fjölgað um sex þúsund

Þeim hefur síðan fjölgað í 42 þúsund og reiknar Björn aðspurður með að þeim fjölgi enn á síðari hluta ársins og nálgist fyrra hámark. Ekkert bendi til varanlegrar breytingar á eftirspurn vegna faraldursins. Þá hafi aðsóknin aukist mikið í World Fit en þær æfingar fara fram á stöðvum World Class í Kringlunni, á Tjarnarvöllum, í Vatnsmýri og á Skólastíg, Akureyri.

Spurður um stækkunina á Selfossi segir Björn hana skýrast af fjölgun íbúa sem hafi skapað meiri eftirspurn. Það megi merkja á nýjum andlitum í kúnnahópnum. Selfyssingum fjölgaði úr 8.058 í ársbyrjun 2019 í 9.349 í byrjun þessa árs.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK