Uppsagnir hjá Netflix

Bækistöðvar Netflix í Hollywood í Kaliforníu.
Bækistöðvar Netflix í Hollywood í Kaliforníu. AFP

Netflix hefur sagt upp um tveimur prósentum af starfsfólki sínu eða um 150 manns. Flest fólkið býr í Bandaríkjunum, að sögn upplýsingafulltrúa streymisveitunnar.

„Ástæðan fyrir þessum breytingum er fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis og tengist ekki frammistöðu einstaklinga, sem gerir þetta sérstaklega erfitt, vegna þess að enginn vill kveðja svona frábæra samstarfsfélaga,“ sagði upplýsingafulltrúinn.

Nokkrar vikur eru liðnar síðan Netflix greindi frá því að áskrifendum hefði fækkað, í fyrsta sinn í rúman áratug.

Við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs voru áskrifendur Netflix 221,6 milljónir talsins. Fækkaði þeim um 200 þúsund frá síðasta ársfjórðungi síðasta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK