Mariam ráðin markaðsstjóri fjölmiðla

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 …
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone.

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samsteypunni.

Mariam er viðskiptafræðingur að mennt, með B.Sc.-gráðu frá Háskóla Íslands. Hún stundaði einnig nám við George Washington University þar sem hún sérhæfði sig í markaðsfræðum. Mariam er með mikla reynslu og var meðal annars markaðsstjóri Sagafilm.

„Ég er stolt að vera hluti af stærsta fjölmiðli landsins og þeim einstaka mannauði sem félagið samanstendur af. Við erum að vinna að mjög spennandi verkefnum á mörgum vígvöllum ásamt því að bæta upplifun og þjónustu við okkar viðskiptavini og hlakka ég mikið til að leggja hönd á plóginn“ segir Mariam Laperashvili í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK