Opnunarávarp Viðskiptaþings

Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, flytur ávarp.
Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, flytur ávarp. mbl.is/Rax

Eftir ríflega tveggja ára bið snýr Viðskiptaþing aftur. Þingið verður haldið í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið verður opnað kl. 13:00 og dagskrá hefst kl. 13:30.

Á Viðskiptaþingi ársins verður sjónum beint að vinnumarkaðnum, vinnustöðum og þeim miklu breytingum sem virðast vera að eiga sér stað, að því er fram kemur í tilkynningu vegna viðburðarins.

Aðalfyrirlesari þingsins verður Dr. Alan Watkins, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Complete Coherence. Um allan heim starfar fjöldi ráðgjafa eftir aðferðafræði Watkins en hann er læknir og sérfræðingur í taugavísindum sem yfirgaf heilbrigðisgeirann fyrir 25 árum og gerðist stjórnendaþjálfari. Hann hefur þjálfað leiðtoga í fyrirtækjum, stjórnmálamenn úr öllu litrófi stjórnmálanna, sem og afreksíþróttafólk. Meðal viðskiptavina hans eru Unilever, Reuters, Deloitte, KPMG, Boots, Santander og Virgin Media, svo nokkur stórfyrirtæki séu nefnd.

Hægt verður að fylgjast með þingsetningu, ávarpi forsætisráðherra og ávarpi formanns Mannauðs hér að neðan:

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK