Katrín á Viðskiptaþingi: Þegar á reynir stöndum við saman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar Viðskiptaþing 2022.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar Viðskiptaþing 2022. Kristinn Magnússon

Einn helsti lærdómur sem við getum dregið af kórónuveiru-faraldrinum, er að þegar á reynir þá stöndum við saman.

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðu sinni á Viðskiptaþingi sem nú stendur yfir, og vísaði þar til aðgerða stjórnvalda á meðan faraldrinum stóð þar sem áhersla var lögð á að viðhalda atvinnustigi í landinu og koma til móts við þá aðila sem urðu fyrir áföllum vegna hans. Að sama skapi hefðu fyrirtæki þurft að breyta starfsemi sinni á hverjum degi, sem væri bæði flókið og erfitt, en þó hefði verið lögð áhersla á að það að fara í gegnum faraldurinn.

Mikilvægt að ná góðum kjarasamningum

Þá sagði Katrín að mikilvægt væri að ná góðum og sanngjörnum kjarasamningum í haust – og lagði áherslu á að ábyrgðin væri ekki síður í höndum atvinnurekenda. Hún hvatti gesti Viðskiptaþings til að gæta hófs í launum og arðgreiðslum. Það gengi illa upp að sjá verð matarkörfunnar hækka ef launum stjórnenda væri ekki stillt í hóf og að heimilin í landinu myndu ekki sætta sig við það.

„Við náum ekki efnahagslegum stöðugleika nema með því að tryggja félagslegan stöðugleika,“ sagði Katrín.

Innflytjendur vilja líka stjórna fyrirtækjum

Í ræðu sinni vék Katrín sérstaklega að málefnum innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Hún sagði áberandi hversu fáir stjórnendur fyrirtækja væru innflytjendur, en staðreyndin væri sú að innflytjendur hefðu þó áhuga á því að taka fullan þátt í samfélaginu – þar með talið að stjórna fyrirtækjum. Í framhaldi af því vék að hún að stöðu íslenskunnar og sagði að bjóða þyrfti upp á íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en að kennslan þyrfti að fara fram á þeirra forsendum og jafnvel á vinnutíma. Atvinnurekendur þyrftu að taka tillit til þess.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK