Kvenfrumkvöðlar kynna hugmyndir í Hörpu

Sumir þátttakenda eru reyndir frumkvöðlar á meðan aðrar hafa jafnvel …
Sumir þátttakenda eru reyndir frumkvöðlar á meðan aðrar hafa jafnvel ekki litið á sig sem frumkvöðla áður en þær kynntust Women Innovators Incubator verkefninu. Ljósmynd/Aðsend

Síðustu vikur hafa 17 teymi kvenfrumkvöðla tekið þátt í viðskiptahraðlinum  Women Innovators Incubator sem hefur verið samvinnuverkefni WomenTechIceland og Huawei. Hraðlinum var ætlað að styðja konur í því að ná frekari fótfestu í heimi tækninnar og að þróa hugmyndir sínar áfram. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Markmið okkar er að hvetja konur til að vera virkir þátttakendur í tækniheiminum og styrkja þær til að nota tækni sem verkfæri til jákvæðra breytinga. Það gleður okkur mjög að með þessu náum við að sýna fram á hversu margar konur með frábærar hugmyndir eru að störfum í tæknisamfélaginu. Stundum þarf bara rétta stuðningskerfið til að koma verkefnum af stað með skipulegum hætti,“ segir Paula Gould, meðstofnandi WomenTechIceland.

Frumkvöðlarnir hafa hlotið bæði leiðsögn og ráðgjöf frá þekktum einstaklingum innan tæknisamfélagsins en  kynningin markar lok Women Innovators Incubator viðskiptahraðalsins. Hann hófst 26. apríl og hefur staðið yfir nokkrar helgar með hóptímum og vinnustofum í húsnæði Öskju í Háskóla Íslands.

Teymin kynna verkefni sín fyrir sérvöldum hópi sérfræðinga í Hörpu þann 24. Maí næstkomandi frá klukkan 17:00 til 19:30 og verður jafnframt sýnt frá kynningunni í streymi. Vinningshugmyndin hlýtur þá eina milljón króna í verðlaun, auk þess verða veitt sérstök áhorfendaverðlaun.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK